Fiskibátur strandaði í Tálknafirði

Enginn leki kom að bátnum sem komst af standstað.

  • YD9A0949

12.11.2020 Kl: 09:10

Lítill fiskibátur strandaði í sunnanverðum Tálknafirði á sjöunda tímanum í gærkvöld. Einn var um borð í bátnum og gerði hann stjórnstöð Landhelgisgæslunnar viðvart um strandið. 

Áhafnir Þyrlu Landhelgisgæslunnar og björgunarskipsins á Patreksfirði, sem er á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar, voru kallaðar út auk þess sem bátar í grenndinni voru beðnir um að halda á staðinn. 

Veður var ágætt á svæðinu og sá sem var um borð taldi litla hættu vera á ferðum. Aðrir fiskibátar komu fljótt að þeim strandaða og fljótlega tókst að koma honum á flot. 

Enginn leki kom að bátnum sem hélt til hafnar í Tálknafirði.