Fjallaæfing við Skaftafellsjökul
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar æfir reglulega í viku hverri og fjallaæfingar eru fastur liður í störfum sveitarinnar.
15.5.2020 Kl: 16:43
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar æfir reglulega í viku hverri og fjallaæfingar eru fastur liður í störfum sveitarinnar. Í gær æfði áhöfnin í klettabelti við Skaftafellsjökul eins og meðfylgjandi myndband sýnir. Reynt er að velja sem fjölbreyttasta staði fyrir æfingarnar enda mikilvægt að þekkja sem flest svæði landsins.