Georg Kr. Lárusson setti fundinn í dag.
26.10.2020 Kl: 15:06
Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands setti fjögurra daga rafræna ráðstefnu og skipulagsfund Arctic Coast Guard Forum, samtaka strandgæsla á Norðurslóðum, í dag. Landhelgisgæslan fer með formennsku í ráðinu til næsta vors en undir venjulegum kringumstæðum hefði fundurinn farið fram í Reykjavík.
Sérfræðingar ríkjanna átta sem sæti eiga í ráðinu munu næstu daga skipuleggja umfangsmikla leitar-, björgunar- og mengunarvarnaæfingu sem fram á að fara á Íslandi í apríl auk þess sem haldin er svokölluð skrifborðsæfing sem snertir á sömu málum.
Það er afar mikilvægt að forsvarsmenn strandgæsla á Norðurslóðum hittist reglulega og ráði ráðum sínum.
Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, setti fundinn.
Snorre Greil, verkefnastjóri á aðgerðasviði, hefur skipulagt ráðstefnuna í samvinnu við aðra starfsmenn aðgerðasviðs.
Hekla Jósepsdóttir á fundinum í dag.
Einar H. Valsson, skipherra á Tý, og Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs.
Georg Kr. Lárusson setti sérfræðingafundinn í dag.
Auðunn F. Kristinsson, verkefnastjóri á aðgerðasviði og framkvæmdastjóri siglingasviðs.