Freyja kemur til Reykjavíkur

Skipið gert tilbúið til útkallsstarfa.

  • _O0A5650

8.11.2021 Kl: 15:14

Varðskipið Freyja leggst að Faxagarði í Reykjavík um klukkan 16 í dag. Næstu daga verður tölvukerfi sett upp í Freyju sem og annar búnaður sem tilheyrir störfum Landhelgisgæslunnar. Auk þess verður björgunarbúnaður fluttur af varðskipinu Tý yfir í Freyju. 

Mikilvægt er að gera skipið útkallshæft á sem skemmstum tíma en gert er ráð fyrir að Freyja haldi í sína fyrstu eftirlitsferð um Íslandsmið þann 22. nóvember. 

Áætlað er að skipið komi til hafnar á Siglufirði að loknu úthaldi þann 9. desember og mun hafa heimahöfn þar.