Freyja komin í fánalitina í Rotterdam

Varðskipið Freyja er nú komið á flot í litum Landhelgisgæslunnar í Rotterdam.

  • 249217180_559254988706130_4778105120559511239_n

28.10.2021 Kl: 11:12

Varðskipið Freyja er nú komið á flot í litum Landhelgisgæslunnar í Rotterdam. Varðskipið var tekið upp í slipp fyrr í mánuðinum þar sem það var málað og unnið að minniháttar lagfæringum. Áhöfn Freyju er komin til Hollands og undirbýr heimsiglinguna. Gert er ráð fyrir að skipið komi til Siglufjarðar þann 6. nóvember.
Með tilkomu Freyju í flota Landhelgisgæslunnar mun Landhelgisgæslan hafa á að skipa tveimur afar öflugum varðskipum, sérútbúnum til að sinna löggæslu, leit og björgun á krefjandi hafsvæðum umhverfis Ísland. 
Varðskipið Freyja er að miklu leyti sambærilegt varðskipinu Þór hvað stærð og aðbúnað varðar en það býr til að mynda yfir mun meiri dráttar- og björgunargetu en Þór. Varðskipið Freyja er 86 metra langt og 20 metra breitt.
248804370_174699024862294_8575707719292671591_n

Varðskipið Freyja í Rotterdam.

250276873_1012500172874583_5258915737168442763_nVarðskipið Freyja er 86 metra langt og 20 metra breitt.