Fyrsta ferð Freyju
Varðskipið Freyja lögð af stað í fyrsta túrinn.
23.11.11 Kl 21:35
Varðskipið Freyja lagði af stað í sína fyrstu eftirlitsferð um Íslandsmið í kvöld. Undanfarna daga hefur áhöfn skipsins, tæknifólk og aðrir sérfræðingar verið í óða önn að undirbúa skipið fyrir löggæslu-, eftirlits- og björgunarstörf.
Einar H. Valsson er skipherra á Freyju.
Ljósmynd: Guðmundur St. Valdimarsson.