Tímamót í vikunni hjá Landhelgisgæslunni
17.9.2021 Kl: 9:53
Tímamót urðu hjá Landhelgisgæslunni í vikunni þegar Hallbjörg Erla Fjeldsted varð fyrsta konan til að gegna starfi vaktstjóra í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar.
Hallbjörg hefur undanfarin ár starfað sem varðstjóri í stjórnstöðinni og kemur til með að leysa af sem vaktstjóri á næstunni.
Við hjá Landhelgisgæslunni tölum gjarnan um að stjórnstöðin okkar sé hjartað í starfseminni enda er aðgerðum Gæslunnar stýrt þaðan. Við óskum Hallbjörgu velfarnaðar í nýju hlutverki.
Hallbjörg Erla Fjeldsted er fyrsta konan til að gegna stöðu vaktstjóra í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar.