Grænlenskir sjómenn æfa með Landhelgisgæslunni og Slysavarnaskólanum

Á dögunum sóttu 13 grænlenskir sjómenn öryggisfræðslu hingað til lands.

  • _S4I1862-2-2

24.2.2020 Kl: 13:49

Á dögunum sóttu 13 grænlenskir sjómenn öryggisfræðslu hingað til lands, bæði bóklega og verklega, í samstarfi við Slysavarnaskóla sjómanna. Þar var farið yfir mikilvæg öryggisatriði er snúa að störfum sjóferenda. 

Á grunnnámskeiði Slysavarnaskóla sjómanna er gjarnan haldin sameiginleg æfing Slysavarnaskólans og þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar þar sem nemendur eru hífðir um borð í þyrlu. Á föstudag fengu Grænlendingarnir að taka þátt í einni slíkri.  Slík þjálfun er afar mikilvæg fyrir sjómenn og einnig fyrir björgunarfólk. Farið var á björgunarskipinu Ásgrími S. Björnssyni út á ytri höfn Reykjavíkur þar sem þátttakendur voru hífðir um borð í TF-EIR, þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Námskeiðið gekk vel og svo gæti farið að nemendur frá austurströnd Grænlands komi hingað að staðaldri þegar fram líða stundir. Myndirnar af æfingunni á föstudag tók Árni Sæberg, ljósmyndari Morgunblaðsins.

_S4I1986Frá æfingunni á föstudag. Mynd: Árni Sæberg

IMG-3982Frá bóklega hluta námskeiðsins. Mynd: Snorre Greil.

_S4I3397Hópurinn að lokinn æfingu. Mynd: Árni Sæberg._S4I3241-2Einn nemenda hífður um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar. Mynd: Árni Sæberg_S4I2561Sigmaður Landhelgisgæslunnar. Mynd: Árni Sæberg.