Í fluginu kom í ljós að töluverð færsla er á ísnum.
22.6.2023 Kl: 9:30
Áhöfnin á TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, fór í
ískönnunarleiðangur í gær ásamt Ingibjörgu Jónsdóttur, dósent í landfræði við Háskóla Íslands en hún er einn helsti hafíssérfræðingur
landsins. Í fluginu kom í ljós að töluverð færsla er á ísnum sem sést vel þegar
bornar voru saman gervitunglamyndir sem bárust í hádeginu í gær annars
vegar og um klukkan sjö í gærkvöld hins vegar, auk upplýsinga sem komu fram í
fluginu.
Stakir jakar voru í um 9 sjómílna fjarlægð frá
Hornströndum, en lengra var í þéttari ís.
Á meðfylgjandi korti má sjá ísnum skipt upp í mjög
gisinn hafís og gisinn hafís því töluverður munur er á þéttleika íssins.
Landhelgisgæslan
hvetur sjófarendur til að vera meðvitaða um legu hafíssins. Kortið hér að neðan er
frá Háskóla Íslands og byggir á flugi gærdagsins og gervitunglamyndum.
Hafískort Háskóla Íslands.
Hafísinn sást vel í flugi Landhelgisgæslunnar í gær.
Hafísinn er um 9 sjómílur frá Hornströndum.
Í fluginu kom í ljós að töluverð færsla er á ísnum sem sést vel.