Jarðskjálftamælum komið fyrir neðansjávar

6. september, 2021

Verkefnið á vegum Cambridge háskóla

6.9.2021 Kl: 15:01

Áhöfnin á varðskipinu Þór kom sex jarðskjálftamælum
fyrir neðansjávar í ágústmánuði. Verkefnið er á vegum
hins virta Cambridge háskóla og voru þrír vísindamenn
skólans með í ferðinni. 

Mælarnir eru af nýrri kynslóð og
tilgangur verkefnisins er fyrst og fremst að sjá hvernig þeir
gagnast við rannsóknir neðansjávar. Mælunum var komið
fyrir sitthvoru megin við Reykjaneshrygg, um 40-100
sjómílum frá landi. 

Ráðgert er að sækja jarðskjálftamælana að ári liðnu.

20210817_204112