Jólin komin hjá áhöfn Týs
Jólahlaðborð og jólabingó eru hluti af árlegri hefð áhafnarinnar
17.12.2018 Kl: 17:19
Áhöfnin á varðskipinu Tý situr ekki auðum höndum. Á dögunum fór hið árlega jólabingó fram í borðsal varðskipsins en spilaðar voru 16. umferðir og var einkennisklæðnaðurinn af skrautlegra taginu af því tilefni. Fyrr um kvöldið var boðið upp á dýrindis jólahlaðborð sem þær Rannveig Hreinsdóttir og Sólveig Helga Hjaltadóttir höfðu veg og vanda af. Þessi frábæra hefð hefur verið við lýði í nokkur ár og skapar skemmtilega jólastemningu um borð.
Rannveig Hreinsdóttir og Sólveig Helga Hjaltadóttir höfðu veg og vanda af jólahlaðborðinu.
Áhafnarmeðlimir voru að vonum himinlifandi með þetta dýrindis jólahlaðborð.
Einkennisklæðnaðurinn var af skrautlegra taginu.BINGÓ! Spilaðar voru 16. umferðir.Garðar Rafn Nellett var vígalegur í borðsalnum.