Jólin komin hjá áhöfn Týs

Jólahlaðborð og jólabingó eru hluti af árlegri hefð áhafnarinnar

  • 48368016_10216295087022496_4894777908591067136_o

17.12.2018 Kl: 17:19

Áhöfnin á varðskipinu Tý situr ekki auðum höndum. Á dögunum fór hið árlega jólabingó fram í borðsal varðskipsins en spilaðar voru 16. umferðir og var einkennisklæðnaðurinn af skrautlegra taginu af því tilefni. Fyrr um kvöldið var boðið upp á dýrindis jólahlaðborð sem þær Rannveig Hreinsdóttir og Sólveig Helga Hjaltadóttir höfðu veg og vanda af. Þessi frábæra hefð hefur verið við lýði í nokkur ár og skapar skemmtilega jólastemningu um borð.

48362872_10157508424129453_6927065981047013376_nRannveig Hreinsdóttir og Sólveig Helga Hjaltadóttir höfðu veg og vanda af jólahlaðborðinu.

48361581_10157508424209453_6388853201004658688_nÁhafnarmeðlimir voru að vonum himinlifandi með þetta dýrindis jólahlaðborð. 

48368016_10216295087022496_4894777908591067136_oEinkennisklæðnaðurinn var af skrautlegra taginu.48405571_10157508973114453_6852154213737168896_nBINGÓ! Spilaðar voru 16. umferðir.48403031_10157508973139453_4626070422247440384_nGarðar Rafn Nellett var vígalegur í borðsalnum.