Jómfrúarferð Eiríks sem skipherra

Um er að ræða fyrstu jómfrúarferð skipherra hjá Landhelgisgæslunni í tólf ár.

  • Ljosmynd-2_1547727542083

17.1.2019 Kl: 12:16

Varðskipið Týr lagði frá bryggju í gær, sem er ekki í frásögur færandi  nema fyrir þær sakir að Eiríkur Bragason hélt í jómfrúarferð sína sem skipherra. Eiríkur leysir Einar H Valsson  af næstu daga og svo aftur síðar á árinu. Þetta er í fyrsta sinn í tólf ár sem skipherra hjá Landhelgisgæslunni heldur í jómfrúarferð sína.

Ljosmynd-4_1547727542047

Eiríkur Bragason, skipherra, við stjórnvölinn.

Ljosmynd-1_1547727542049Týr leggur frá bryggju í Reykjavík.

Ljosmynd-3_1547727542088Eiríkur Bragason í brú Týs. Ljósmyndir: Guðmundur St. Valdimarsson.