Kolbeinsey mæld hátt og lágt

Áhöfnin á varðskipinu Þór var við mælingar í Kolbeinsey

  • IMG_6448

27.4.2021 Kl: 14:22

Áhöfn varðskipsins Þórs fór nýverið í land í Kolbeinsey og mældi eyjuna en undanfarin ár hefur hún töluvert látið undan ágangi sjávar, hafíss og veðra. Frá vesturs til austurs reyndist eyjan vera 20 metrar og frá norðri til suðurs reyndist hún vera 14,5 metrar á lengd. 

Kolbeinsey er nyrsti punktur Íslands og var miðað við hana þegar fiskveiðilögsagan var færð út í 200 mílur og mörkuð var miðlína milli Grænlands og Íslands. Varðskip og flugvélar Landhelgisgæslunnar hafa fylgst með þróun eyjunnar í gegnum tíðina.

Á Wikipediu segir að eyjan hafi fyrst verið mæld árið 1616 af Hvanndalabræðrum. Þá var hún sögð 100 metra breið og 700 metra löng. Árið 1903 var hún helmingi minni en það. Árið 2001 var hún aðeins 90 m² að stærð. 

Kolbeinsey

IMG_6489Kolbeinsey og varðskipið Þór.

IMG_6455_1619533784743Við mælingar í Kolbeinsey.

IMG_6452Áhöfnin á varðskipinu Þór.