Krefjandi björgunaraðgerð í Gleiðarhjalla

4. september, 2023

Þyrlusveit og björgunarsveitir kallaðar út

4.9.2023 Kl: 9:52

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út á föstudaginn
vegna pilts í sjálfheldu í miklum bratta í Gleiðarhjalla fyrir ofan Ísafjörð.
Björgunarsveitarfólk á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar var sömuleiðis kallað
út og hélt upp í fjallið að drengnum. 

Vegna aðstæðna var talið heppilegast að hífa piltinn
um borð í þyrluna en afar krefjandi aðstæður voru á staðnum. Þegar hífingar
hófust voru um 26 metrar á sekúndu á staðnum og mikill bratti. Sigmaður
þyrlunnar for niður með lykkju að piltinum og hífði hann í kjölfarið upp.
Drengurinn var kaldur eftir veruna í fjallinu en laus við meiðsli.

Á meðfylgjandi myndum sem teknar voru af björgunarsveitarmönnum
í fjallinu má sjá hve krefjandi aðstæðurnar voru fyrir björgunarfólk á
vettvangi.

Mynd-5TF-GRO, þyrla Landhelgisgæslunnar, á staðnum. 

Mynd-1Pilturinn hífður upp. 

Mynd-3Sigmaður þyrlunnar fór niður með lykkju og hífði piltinn upp.

Mynd-4Pilturinn var farþegi skemmtiferðaskips sem sést hér í bakgrunni.