Landhelgisgæslan tekur við formennsku í Arctic Coast Guard Forum

Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir brýnt að viðhalda góðum tengslum við standgæslustofnanir annarra norðurskautsríkja.

  • IMG_1334


4.4.2019 Kl: 9:30

Landhelgisgæsla Íslands tók í dag við formennsku í Arctic Coast Guard Forum, samtökum strandgæslustofnana á norðurslóðum, til næstu tveggja ára. Um er að ræða samráðsvettvang átta strandgæslustofnana en finnska strandgæslan hefur farið með formennsku í ráðinu undanfarin tvö ár.

Georg Kr Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, veitti sérstökum platta viðtöku við hátíðlega athöfn í Turku í dag og áréttaði mikilvægi samstarfs stofnananna á norðurslóðum. Hann hrósaði finnsku strandgæslunni fyrir vel unnin störf á undanförnum árum.

Á meðan Landhelgisgæslan gegnir formennsku verður sértök áhersla lögð á að efla samstarf ríkjanna átta enn frekar þegar kemur að leit og björgun auk þess sem mengunarvarnir og umhverfismál verða sett á oddinn. Þá verður umfangsmikil æfing haldin á Íslandi á vormánuðum 2021. 

Undanfarna daga hafa sérfræðingar norðurskautsríkjanna átta fundað um helstu áskoranir á svæðinu auk þess sem æfingin Polaris 2019 fór fram á þriðjudag. Þar voru æfð viðbrögð við neyðarástandi um borð í skemmtiferðaskipi undan ströndum Finnlands. TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, tók þátt auk þess sem starfsmenn stofnunarinnar voru í æfingarstjórn í samhæfingarstöð finnsku strandgæslunnar.

Strandgæslustofnanir átta ríkja, Bandaríkjanna, Danmerkur, Finnlands, Íslands, Kanada, Noregs, Rússlands og Svíþjóðar, mynda samráðsvettvanginn en þjóðirnar undirrituðu yfirlýsingu um áframhaldandi samstarf á fundi forsvarsmanna stofnananna í Turku í Finnlandi í dag.

IMG_1337_1554368634454Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, undirritar yfirlýsinguna fyrir hönd stofnunarinnar. 

IMG_1328Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, flutti ávarp áður en Landhelgisgæslan tók við formennsku í ráðinu. 

IMG_1318Átta strandgæslustofnanir mynda samráðsvettvanginn.

IMG_1325Landhelgisgæslan mun gegna formennsku næstu tvö árin. 

IMG_1316Auðunn Kristinsson fór yfir aðgerðaáætlun Landhelgisgæslunnar næstu tvö árin.

IMG_1321Snorre Greil, Georg Kr. Lárusson og Auðunn Kristinsson tóku þátt í umræðum í Turku í dag.

IMG_1327Georg Kr. Lárusson flytur ávarpið.

IMG_2223Áhöfnin á TF-SIF tók þátt í æfingunni.

IMG_2211TF-SIF á flugvellinum í Turku. 

IMG_1249Auðunn Kristinsson og Einar H. Valsson tóku þátt í æfingarstjórn í samhæfingarstöð finnsku strandgæslunnar.