Leitað á Vogaheiði í síðasta mánuði

Myndir frá leitinni.

  • Nordur-Vikingur12764

11.9.2024 Kl: 15:01

Eitt af verkefnum séraðgerðasveitar Landhelgisgæslunnar er að eyða sprengjum sem finnast á landi og á hafinu umhverfis landið.

Vegna hernaðarstarfsemi hér á landi á árum áður finnast djúpsprengjur og fallbyssukúlur enn í sjó og á landi, en fjöldi slíkra hluta sem komið hafa til kasta séraðgerðasveitarinnar í gegnum tíðina skiptir þúsundum. Það er útbreiddur misskilningur að þessir hlutir verði hættulausir með tímanum. Þvert á móti verða þeir yfirleitt mun hættulegri. Sprengiefnið verður viðkvæmara og oft er öryggisbúnaður ónýtur, þannig að sprengjan getur sprungið fyrir annan og minni tilverknað heldur en upphaflega var gert ráð fyrir.

Í lok síðasta mánaðar fannst virk sprengja á Vogaheiði en svæðið var þekkt skotæfingasvæði bandaríska hersins á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Svæðið hefur nokkrum sinnum verið leitað og hreinsað í gegnum tíðina en það er sérlega torfært og erfitt viðureignar.

 Séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar fór ásamt bandarískum hermönnum sem dvöldu hér á landi vegna varnaræfingarinnar Norður Víkingur og leituðu svæðið í kjölfarið en einungis ein óvirk sprengja fannst.

Séraðgerðasveitin fær því á hverju ári fjölda verkefna vegna hluta frá stríðsárunum en einnig vegna annarra og nýrri hluta.

Nordur-Vikingur12721Leitað í úfnu hrauni.

Nordur-Vikingur12764Leitað á Vogaheiði.

Nordur-Vikingur12784Liðsmenn bandaríska hersins og séraðgerðasveitar Landhelgisgæslunnar við leit. 

Nordur-Vikingur12715Svæðið var æfingasvæði hersins á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar.