Leitað fram á kvöld með neðansjávarfari

Áhöfnin á varðskipinu Þór hélt leit áfram í dag að skipverjanum sem féll útbyrðis á laugardag úti fyrir Garðskaga.

  • Kafbatur-hifdur-um-bord-i-lettbat

6.12.2022 Kl: 17:11

Áhöfnin á varðskipinu Þór hélt leit áfram í dag að skipverjanum sem féll útbyrðis á laugardag úti fyrir Garðskaga. Leitað var með neðansjávarfari frá Teledyne Gavia sem sjósett var um klukkan 13:30 frá léttbáti varðskipsins. Neðansjávarfarið er enn við leit þegar þetta er ritað. Gert er ráð fyrir að leitað verði fram á kvöld og að því búnu þarf að vinna úr gögnum farsins.

Neðansjávarfarið er útbúið sérstakri hliðarhljóðsjá auk myndavélar sem nýtist við athugun sjávarbotnsins. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig nýtt til leitar úr lofti í dag.

Á meðfylgjandi myndum má sjá þegar kafbáturinn var færður yfir í léttbát varðskipsins og að því búnu var hann sjósettur til leitar. 

Aðgerðir dagsins

Vardskipid-Thor-6.12.2022Varðskipið Þór við leit í dag. 

Kafbatur-hifdur-um-bord-i-lettbatNeðansjávarfarið híft um borð í léttbát varðskipsins. 

Nedansjavarfarid-sjosettFarið sjósett.