Leitað yfir Vopnafirði
Áhöfnin á TF-SIF leitaði skipverja sem saknað hefur verið síðan í gær.
19.5.2020 Kl: 15:18
Áhöfnin á TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, leitaði yfir Vopnafirði í dag að skipverja sem saknað hefur verið frá því í gær. Leitað var víðsvegar um fjörðinn en um borð var einnig lögreglumaður og björgunarsveitarmaður á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar. TF-GRO, þyrla Landhelgisgæslunnar, leitaði innarlega í firðinum í gær en með í för þá voru fimm kafarar frá séraðgerðasveit LHG. Leit eftirlitsflugvélarinnar er lokið í dag en málið er í höndum lögreglunnar.
Leitað hefur verið í lofti, á láði og á legi undanfarinn sólarhring.TF-SIF lenti í fyrsta sinn á Vopnafirði í dag.TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar.Leitað var víðsvegar yfir Vopnafirði eins og sjá má. Kort af leitarferlum flugvélarinnar. Leitað.