Leitar- og björgunarsamningur endurnýjaður

LHG og Isavia endurnýja samstarfssamning um leitar- og björgunarþjónustu

Þann 1. febrúar var undirritaður endurnýjaður samningur milli Isavia og Landhelgisgæslu Íslands um samstarf í leitar- og björgunarþjónustu. Samningurinn var upphaflega gerður í október 2010 og hefur nú verið endurnýjaður. 

Samningurinn byggir á reglugerð um stjórnun leitar- og björgunaraðgerða á leitar- og björgunarsvæði Íslands vegna sjófarenda og loftfara og tekur meðal annars á skyldum, miðlun upplýsinga, þjálfun og æfingum.

Undir samninginn skrifuðu Ásgeir Pálsson framkvæmdarstjóri flugleiðsögusviðsins og Ásgrímur L. Ásgrímsson framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar.

Guðríður Kristjánsdóttir, yfirlögfræðingur LHG, Ásgrímur L. Ásgrímsson, frkvstj. aðgerðasviðs LHG, Ásgeir Pálsson, frkvstj. flugleiðsögusviðs Isavia, Björgólfur H. Ingason, aðalvarðstjóri í stjórnstöð LHG, og Árni Guðbrandsson hjá Isavia.