LHG óskar ykkur gleðilegra jóla

Rólegt á Íslandsmiðum yfir hátíðarnar. TF-SIF komin heim

Landhelgisgæsla Íslands og starfsfólk hennar óskar landsmönnum öllum nær og fjær gleðilegra jóla. 

Rólegt er á Íslandsmiðum yfir hátíðarnar. Samkvæmt upplýsingum frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar var aðeins eitt íslenskt skip á sjó á tólfta tímanum í dag, aðfangadag. Það var Vestmannaeyjaferjan Herjólfur. Engin íslensk fiskiskip eru í ferilvöktun stjórnstöðvarinnar en fimm erlend kaupskip.

Sigketill

Nú í hádeginu lenti flugvél Landhelgigæslunnar TF-SIF á Reykjavíkurflugvelli en undanfarnar vikur hefur hún verið við landamæraeftirlit í Miðjarðarhafi fyrir Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu, Frontex. Á leiðinni heim smellti áhöfnin ratsjármynd af sigkatlinum í Öræfajökli

Myndina fallegu af varðskipum í jólabúningi í Reykjavíkurhöfn tók Jón Páll Ásgeirsson stýrimaður.