Loðnuvertíðinni lokið hjá Norðmönnum

23. febrúar, 2022

Samkvæmt tilkynntum aflatölum veiddi norski flotinn alls: 86.229 tonn af loðnu.

23.2.2022 Kl: 10:09

Klukkan 22:50 í gærkvöldi hætti síðasta norska loðnuskipið
veiðiferð sinni og þar með lauk loðnuvertíð norskra loðnuskipa á þessari vertíð.

Samkvæmt tilkynntum aflatölum veiddi norski flotinn alls:
86.229 tonn af loðnu.

Samkv. reglugerð 1662/2021 um breytingu á reglugerð nr.
1164/2021 um loðnuveiðar norskra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands á
fiskveiðiárinu 2021/2022 var norskum skipum heimilt að veiða samtals 145.383
tonn af loðnu

Því er óveiddur afli norsku skipanna af útgefnum kvóta á
vertíðinni alls 59.154 tonn. Tekið skal fram að um tilkynntan afla er að ræða
og því kann heildar aflatalan að breytast.