Merki berst frá neyðarsendi erlendrar skútu sem saknað hefur verið frá því í sumar

Um kl. 05:00 í morgun barst Landhelgisgæslunni merki frá neyðarsendi seglskútu sem saknað hefur verið frá því í sumar milli Portúgal og Azoreyja. Staðsetning neyðarsendisins var skammt suðvestur af Grindavík og var þyrla Landhelgisgæslunnar send á vettvang. Um klukkan 06:00 fann áhöfn þyrlunnar neyðarsendinn upp í fjöru austur af Hópsnesi.  Engin önnur merki um skútuna var að finna en skoðað verður með frekari athugun á svæðinu í birtingu.

 
Skútan sem saknað hefur verið frá því í sumar.