Minningarathafnir um Elías Örn

Tuttugu ár frá strandi Víkartinds og drukkun Elíasar Arnar Kristjánssonar

Í gær var þess minnst að tuttugu ár voru liðin frá því að Elías Örn Kristjánsson, bátsmann á varðskipinu Ægi, tók út með þeim afleiðingum að hann drukknaði. Skipið var þá við björgunarstörf út af Þjórsárósum vegna strands flutningaskipsins Víkartinds.

Í Gufuneskirkjugarði komu félagar Elíasar af Ægi, starfsmenn Landhelgisgæslunnar og fleira fólk saman til minningarstundar. Krans var lagður á leiði Elíasar og Einar Valsson, sem var skipherra á Ægi, fór með minningarorð. Að því búnu var efnt til kaffisamsætis um borð í varðskipinu Þór. 

IMG_8512

Um svipað leyti kom áhöfn varðskipsins Týs saman á þyrlupalli skipsins en það var þá út af Þjórsárósum, á sama stað og Ægir þennan örlagaríka dag. Halldór Nellett skipherra minntist Elíasar Arnar og þeir Ármann Skúlason, sem var háseti á Ægi, og Guðmundur St. Valdimarsson, sem tók við stöðu bátsmann af Elíasi, létu blómakrans í sjóinn. Skipverjarnir átján stóðu heiðursvörð og minntust látins félaga með einnar mínútu þögn.