Nokkuð um borgarís úti fyrir Vestfjörðum

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hefur sent út siglingaviðvaranir í vikunni vegna jakanna.

  • Borgaris_1726152840791

12.9.2024 Kl: 14:53

Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hafa fengið fjölmargar tilkynningar um borgarísjaka á Vestfjarðarmiðum og á Húnaflóa í vikunni. Siglingaviðvaranir hafa verið sendar sjófarendum vegna ísjakanna.

Áhöfnin á sjómælingaskipinu Baldri sigldi framhjá sjö ísjökum á leið sinni frá Húnaflóa að Norðurfirði í gær. Jakarnir voru allt frá því að vera um þrír metrar á hæð og breidd, upp í jaka sem var um 33 metra hár og um 110 metrar á lengd. Staðsetning hans var í gær, 66°03,0´N 021°14,6´V og samkvæmt áhöfn Baldurs virtist hann reka til austurs.

Landhelgisgæslan hvetur sjófarendur að sýna aðgát vegna jakanna og tilkynna staðsetningu þeirra til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar.

Meðfylgjandi er mynd af einum jakanum sem var úti fyrir Reykjarfirði í gær.

Borgaris_1726152840791Borgarís sem sást úti fyrir Vestfjörðum í gær. 

Kort-uti-fyrir-ReykjarfirdiStór ísjaki var úti fyrir Reykjarfirði þegar áhöfn sjómælingaskipsins Baldurs var þar á ferð í gær.