Páskabingó um borð í Freyju

Kvöldvaka og bingó í lok annasamrar æfingaviku.

  • Bingo3

13.4.2022 Kl: 10:18

Eftir annasama viku þar sem áhöfnin á varðskipinu Freyju var þátttakandi í Norðurvíkingi 2022 hélt varðskipið heim á Siglufjörð eftir að hafa haft stutta viðkomu til höfuðborgarinnar þar sem viðurkenning var veitt fyrir fimmta og síðasta græna skrefið í ríkisrekstri.
Á heimleiðinni til Siglufjarðar fór hið geysivinsæla og margrómaða páskabingó áhafnarinnar fram sem hófst með víðtækri páskaeggjaleit í skipinu áður en hátíðarkvöldverðurinn var borinn fram. Að kvöldverði loknum hófst kvöldvaka áhafnarinnar með undirspili og söng.
Rúsínan í pylsuendanum var svo bingóið sjálft þar sem spilaðar voru 12 umferðir og þar sem veglegir vinningar voru í boði.
Áhöfnin á Freyju vill koma þakklæti á framfæri til þeirra sem lögðu bingóinu lið og óskar öllum gleðilegra páska.
Myndir: Guðmundur St. Valdimarsson.
TonlistKvöldvaka um borð í Freyju. 
BingoBingóið árlega um borð í varðskipinu. 
Bingo3Bingó. 
Graen-skref_1649845144976Fimmta og síðasta græna skrefið í ríkisrekstri.
Freyja-eggPáskaegg frá Freyju. 
EggVinningshafar.
Freyja-og-EsjanSiglt frá höfuðborginni.
FaninnÍslenski fáninn.