Utanríkisráðherra Bandaríkjanna kom í heimsókn í stjórnstöð NATO á Keflavíkurflugvelli.æ
15.2.2019 Kl 17:55
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fékk kynningu á stjórnstöð Nato á Keflavíkurflugvelli, sem rekin er af Landhelgisgæslunni, áður en hann fór af landi brott síðdegis í dag. Georg Kr. Lárusson og Jón B. Guðnason kynntu starfsemina á öryggissvæðinu en með í för voru einnig Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, og Geir H. Haarde, sendiherra Íslands í Washington.
Mike Pompeo, Guðlaugur Þór Þórðarsson, Georg Kr. Lárusson og Jón B. Guðnason.
Pompeo fékk kynningu á störfum Landhelgisgæslunnar.
Jón B. Guðnason útskýrir umfang starfseminnar. Utanríkisráðherrarnir hlusta.
Georg Kr. Lárusson og Jón B. Guðnason.