Pompeo kynnti sér störf Gæslunnar

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna kom í heimsókn í stjórnstöð NATO á Keflavíkurflugvelli.æ

  • _S4I2009

15.2.2019 Kl 17:55

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fékk kynningu á stjórnstöð Nato á Keflavíkurflugvelli, sem rekin er af Landhelgisgæslunni, áður en hann fór af landi brott síðdegis í dag. Georg Kr. Lárusson og Jón B. Guðnason kynntu starfsemina á öryggissvæðinu en með í för voru einnig Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, og Geir H. Haarde, sendiherra Íslands í Washington.

52038491_2394239003930919_2973852922166640640_nMike Pompeo, Guðlaugur Þór Þórðarsson, Georg Kr. Lárusson og Jón B. Guðnason. 

52146360_2394269977261155_6070989586325045248_nPompeo fékk kynningu á störfum Landhelgisgæslunnar.

52005936_2394269983927821_6175216184762302464_nJón B. Guðnason útskýrir umfang starfseminnar. Utanríkisráðherrarnir hlusta. 

51855841_2394236863931133_4771127114399219712_nGeorg Kr. Lárusson og Jón B. Guðnason.