Öflugar slökkvibyssur Freyju prófaðar

Slökkvibyssurnar geta dælt um 7200 rúmmetrum af sjó á klukkustund og kastað vatninu um 220 metra frá skipinu.

  • FIFI-slokkbibyssur

15.11.2022 Kl: 14:18

Varðskipið Freyja er vel tækjum búið. Þar er meðal annars að finna voldugar slökkvibyssur sem eru ákaflega afkastamiklar. Þær geta dælt um 7200 rúmmetrum af sjó á klukkustund og kastað vatninu um 220 metra frá skipinu. 

Áhöfnin á varðskipinu hélt æfingu á Héraðsflóa á dögunum þar sem búnaðurinn var prófaður. Tilgangurinn með æfingunni var að viðhalda þjálfun áhafnarinnar og kanna virkni búnaðarins.

Dælurnar eru sérlega kraftmiklar og knúnar áfram af aðalvélum skipsins. Æfingin heppnaðist vel en mikilvægt er að áhöfnin geti brugðist við ef eldur kemur upp í skipum, eða á hafnarsvæðum um allt land.

Myndir: Kristinn Ómar Jóhannsson.

308262529_1332210527539790_6885967497831922532_nSlökkvibyssurnar eru voldugar. 

313222733_1297669077697160_677171407505173451_nVatningu kastað langt.

314749281_471338324980027_6958681110635694384_n