Síðasta ferð Halldórs

Halldór Nellet skipherra lagði upp í sína síðustu ferð í vikunni

  • IMG_4105_1605870518152

19.11.2020 Kl: 12:30

Halldór Nellett hóf í gær lokaferð sína sem skipherra á varðskipinu Þór þegar skipið lét úr höfn í Reykjavík. Þegar varðskipin Þór og Týr mættust á ytri höfninni þeytti áhöfnin á Tý flautuna Halldóri til heiðurs. Ferill Halldórs hjá Landhelgisgæslunni er glæsilegur en hann spannar tæp 50 ár.

 Halldór hóf störf sem messi á varðskipinu Ægi árið 1972 og tók þátt í tveimur þorskastríðum. Þá hefur hann starfað sem stýrimaður til fjölda ára á skipum og loftförum Landhelgisgæslunnar.

Hann fór í jómfrúarferð sína sem skipherra árið 1992 en hefur verið fastráðinn skipherra frá árinu 1996.

Þór og Týr mætast

Halldor-NellettHalldór Benóný Nellett, skipherra á varðskipinu Þór.

39_Baldur_-_Halldor_B._Nellett_med_togviraklippurHalldór með togvíraklippur árið 1975