Sigurður Ásgrímsson lætur af störfum

Lætur af störfum um áramót

  • IMG_9161

16.12.2021 Kl: 14:18

Sigurður Ásgrímsson, yfirmaður séraðgerða og sprengjueyðingarsveitar Landhelgisgæslunnar, fagnaði sjötugsafmæli fyrr í mánuðinum og lætur af störfum nú um áramótin eftir rúmlega þrjátíu ára farsælt starf hjá Gæslunni. Sigurður er fæddur á Siglufirði þann 3. desember 1951 og ólst þar upp hjá foreldrum föður síns en síðan hjá föðurbróður sínum og konu hans. 

Sigurður lauk gagnfræðiprófi á Siglufirði og stundaði nám við Iðnskólann á Siglufirði. Að gagnfræðiprófi loknu fór hann til sjós en flutti síðan til Vestmannaeyja árið 1971. Sigurður flutti til Reykjavíkur áramótin 1978-1979 og starfaði við rafvirkjun, meðal annars hjá Segli og Hafskipi áður en hann réð sig til starfa hjá Landhelgisgæslunni í lok árs 1989. 

Hann hefur verið yfirmaður séraðgerða- og sprengjueyðingardeildar Landhelgisgæslunnar undanfarin ár.


Ferill Sigurðar Ásgrímssonar




IMG_9163Halldór Nellett, Sigurður Ásgrímsson, Georg Kr. Lárusson og Jón Páll Ásgeirsson.