Sjómælingafólk fundaði í Reykjavík

Sjómælinga- og siglingaöryggisdeild Landhelgisgæslunnar hélt á dögunum 35. fund North Sea Hydrographic Commission (NSHC).

  • NHC-hopmynd_1649348179972

8.4.2022 Kl: 10:00

Sjómælinga- og siglingaöryggisdeild Landhelgisgæslunnar hélt á dögunum 35. fund North Sea Hydrographic Commission (NSHC).

 
Ráðið er eitt 15 svæðaráða Alþjóða sjómælingastofnunarinnar – IHO. Forstjórar sjómælingastofnana allra aðildarríkja NSHC; Belgíu, Danmerkur, Frakklands, Þýskalands, Íslands, Írlands, Hollands, Noregs, Svíþjóðar og Bretlands sóttu fundinn.


Ísland hefur verið aðili að NSHC frá því á níunda áratugnum og er þetta í annað sinn sem fundurinn er haldinn á Íslandi. Aðild Íslands að NSHC veitir sjómælingafólki Landhelgisgæslunnar ómetanleg tengsl og stuðning innan fagsviðs sjómælinga og um leið innsýn í starfsemi stærri sjómælingastofnana.


Á fundinum var unnið með fjölþætt málefni, línur lagðar. Góður árangur náðist. Mikil þróun á sér stað í sjómælingum og sjókortagerð með fjölda áskorana og tækifæra. NSHC leitar leiða til að efla framþróun, að tryggja öryggi sjófarenda og aðgengi að haftengdum gögnum um allan heim.
----------------------------------

Iceland hosted the 35th meeting of the North Sea Hydrographic Commission (NSHC) this week. The Commission is one of 15 regional hydrographic commissions of the International Hydrographic Organization- IHO. All NSHC member states; Belgium, Denmark, France, Germany, Iceland, Ireland, Netherlands, Norway, Sweden and United Kingdom attended.

Iceland has been a member of the NSHC since the eighties, this is the second time the commission meeting is held in Iceland. Icelands´ work within NSHC provides the hydrographic staff at the Icelandic Coast Guard with invaluable relations and support within the hydrographic community as well as an insight into the workings of larger organizations.

The commission meeting was successful and discussions, tackling wide ranging issues, took place. The hydrographic world faces changes and challenges that have to be met, to ensure safety of navigation and access to maritime data worldwide.

Ljósmynd: Árni Sæberg.
NHC-hopmynd_1649348179972