Sjómælingagögn til Þjóðskjalasafns
Verkefnið búið að vera lengi í farvatninu
17.8.2023 Kl: 11:27
Fyrsti hluti af gagnaskilum sjómælinga- og siglingaöryggisdeildar Landhelgisgæslunnar til Þjóðskjalasafnsins fer fram í dag.
Verkefnið er búið að vera lengi í farvatninu og er upphafið að skilum á eldri sjómælinga- og kortagerðargögnum til vörslu Þjóðskjalasafns. Gögnin þurfa að skrást og skjalast eftir kúnstarinnar reglum. Nú hefur það hefur verið gert, þannig að þeir sem á eftir koma og hafa áhuga á þessum gögnum geta gengið að þeim vísum.
Starfsmenn deildarinnar eru ánægðir með áfangann og stilltu sér upp við skápinn í morgun, eins og hann fer frá deildinni klukkan 14 í dag.
Skápurinn sem fer á Þjóðskjalasafnið.