Sjómælingar ársins 2020

Sjómælingaskipið Baldur var gert út til mælinga frá seinni hluta maí og fram undir septemberlok.

  • Maelingar_Hornvik-Large-

14.12.2020 Kl: 10:05

Á þessu ári var sjómælingaskipið Baldur gert út til mælinga frá seinni hluta maí og fram undir septemberlok. Byrjað var í Breiðafirði en þar hefur Baldur verið við mælingar síðustu ár vegna fyrirhugaðrar útgáfu nýrra sjókorta í firðinum. Að þessu sinni var mælt svæði frá Bjarneyjum inn að Reykhólum, en þar liggur siglingaleið stærri skipa til Reykhóla. Að þessum mælingum loknum var haldið til mælinga við norðanverða Vestfirði.


Vid_akkeri_Adalvik-Large-

Flestir innfirðir Ísafjarðardjúps og Jökulfjarða voru lítt eða ekkert mældir auk þess sem endurmæla þarf önnur svæði í korti 46. Náðist að mæla svo til allt sem lá fyrir í Jökulfjörðum og að auki Skötufjörð og megnið af Álftafirði. Þá var Aðalvík einnig mæld ásamt Fljótavík, Rekavík og hluta Hornvíkur.

Auk fjölgeislamælinga með Baldri þá var léttbáturinn Stubbur einnig notaður til eingeislamælinga á grunnsvæðum.

Breidafjordur_2017-2020-Large-Við mælingar við Vestfirði var unnið með breyttri aðferð hvað varðar leiðréttingu fyrir sjávarstöðu. Í stað þess að gögn úr flóðmælum séu notuð til þessarar leiðréttingar við eftirá úrvinnslu gagnanna þá er notuð svokölluð RTK nákvæmni GPS kerfisins sem gefur lárétta og lóðrétta staðsetninganákvæmni upp á aðeins örfáa sentimetra. Útbúin voru sérstök hæðarlíkön fyrir meðalsjávarhæð og meðalstórstraumsfjöru og með þessari miklu nákvæmni í staðsetningu getur mælingaforritið reiknað rétt kortadýpi samhliða dýptarmælingunni sjálfri þrátt fyrir mismunandi sjávarstöðu.

Kort-46_2020-Large-Er af þessari nýju aðferð mikið hagræði þar sem rétt kortadýpi reiknast strax inn á mælingagögnin og þarf því ekki að keyra gögn úr flóðmælum inn á þau til leiðréttingar. Flóðmælar munu þó verða notaðir áfram, fyrst um sinn allavega, fyrir mælingar nærri hafnarsvæðum og eins til að fá samanburðargögn við hina nýju aðferð.

Þessari nýju aðferð til viðbótar þá er nýi fjölgeislamælirinn sem keyptur var í fyrra að skila mun betri gögnum en eldri mælir, bæði nákvæmari og hreinni, og standa vonir því til að tími við úrvinnslu mælingagagna muni styttast í framtíðinni.

Sjomaelingar-Large-Hjörtur stýrimaður við mælingar.Landmaelingar_Isafirdi-Large-Sjómælingamenn stunda líka landmælingar. Þarna er verið að mæla inn hæðarpunkta á hafnarsvæðinu á Ísafirði vegna uppsetningar á flóðmæli.Maelingar_Haelavikurbjarg-Large- Baldur við mælingar á Hornvík. Hælavíkurbjarg í baksýn.Vinnustod_sjomaelingamanna-Large-Vinnustöð sjómælingamanna.Fljotavik_flak-Large-Þetta flak fannst við mælingar í Fljótavík. Líklega er um að ræða gamlan innrásarpramma sem var í eigu Íslendinga og notaður í flutninga. Vitað er að slíkur prammi sökk á þessum slóðum árið 1970.Adstod_Hornvik-Large-Áhöfnin á Baldri var kölluð til aðstoðar vegna vélarvana báts sem lá við akkeri á Hornvík. Skipverjar af Baldri gátu gert við vélina til bráðabirgða þannig að unnt var að sigla bátnum til hafnar í Bolungarvík í fylgd Baldurs.