Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur

Vel heppnaður sjómannadagur að baki.

  • Hopmynd_1655119344679

13.6.2022 Kl: 11:20

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur um allt land í dag. Fjölmenni lagði leið sína í miðborg Reykjavíkur þar sem gestum bauðst að sigla með varðskipinu Þór. Venju samkvæmt sýndi þyrlusveitin hvernig björgun úr sjó er framkvæmd í Reykjavíkurhöfn, Hafnarfjarðarhöfn og í höfninni á Akranesi.
Hátíðahöldin hófust með hefðbundnum hætti klukkan 10 í morgun þegar minningarstund um þá sem hlotið hafa vota gröf hér við land fór fram við Minningaröldurnar í Fossvogskirkjugarði. Að athöfn lokinni var haldin sjómannadagsmessa í Dómkirkjunni. Á meðfylgjandi mynd má sjó þátttakendur Landhelgisgæslunnar ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, og Sveini Valgeirssyni, dómkirkjupresti.


Sjómælingaskipið Baldur var í höfn á Ísafirði. Engin hátíðarhöld eru á Ísafirði á sjómannadegi og tók áhöfnin því þátt í hátíðarhöldum dagsins í Bolungarvík.

Samkvæmt venju var hópganga frá höfninni að Hólskirkju þar sem messað var í tilefni dagsins. Að guðsþjónustu lokinni voru blómsveigir lagðir að minnisvörðum í kirkjugarðinum í Bolungarvík og við þá athöfn stóð áhöfn Baldurs heiðursvörð.

Til hamingju með daginn sjómenn!

Sjómannadagur 2022

Ahofn-Baldurs_1655119344616Áhöfn Baldurs var á Ísafirði og ták þátt í hátíðarhöldum í Bolungarvík. 
Hopmynd_1655119344679Þátttakendur Landhelgisgæslu Íslands með forseta Íslands að lokinni sjómannadagsmessu.


IMG_6321

Mynd sem Helgi Hjálmtýsson í Bolungarvík tók af áhöfn Baldurs eftir að blómsveigur var lagður að minnisvarða Bolvíkinga um horfna, drukknaða og látna ástvini.