Slasaður vélsleðamaður fluttur með TF-GRO til Akureyrar

Áhöfnin á TF-GRO var kölluð út vegna slyss í Keflavíkurdal fyrr í kvöld.

  • 20200417_202630
17.4.2020 Kl: 21:23


Áhöfnin á TF-GRO, þyrlu Landhelgisgæslunnar, kom slösuðum vélsleðamanni undir læknishendur á Akureyri á níunda tímanum í kvöld. Lögreglan á Norðurlandi eystra óskaði eftir aðstoð þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar og björgunarsveita vegna vélsleðaslyss í Eyjafirði fyrr í kvöld. 

TF-GRO var komin á vettvang klukkan 20:20 og kom manninum undir læknishendur á Akureyri skömmu síðar en þyrlan lenti á þyrlupallinum við sjúkrahúsið stundarfjórðungi fyrir níu.

IMGL9943TF-GRO lendir á þyrlupallinum við sjúkrahúsið á Akureyri í kvöld. Ljósmynd: Þorgeir Baldursson.

20200417_202630Slysið varð í Keflavík í Eyjafirði.IMG_4205Frá vettvangi.60884968002__3871706D-F582-439E-9B1C-9ED309B97FC9Þyrla Landhelgisgæslunnar á flugvellinum á Akureyri.