Staða hafíss
Hafís hefur færst fjær landi undanfarna daga.
12.4.2021 Kl: 10:41
Um klukkan átta í morgun barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar ratsjármynd af Vestfjörðum og stöðu haffís á svæðinu.
Á myndinni má sjá að ísinn er vel frá landi eða 37 sjómílur NNV af Straumnesi og 83 sjómílur vestur af Bjargtöngum.
Myndin barst frá Siglingaöryggisstofnun Evrópu og var tekin af RADARSAT-2 gervitunglinu.