Takk fyrir traustið!

Landhelgisgæslan er sú stofnun sem flestir bera mest traust til

  • Traust-til-stofnana

20.2.2023 Kl 12:55

Landhelgisgæslan nýtur mest trausts landsmanna en samkvæmt nýjum niðurstöðum Þjóðarpúls Gallup bera 90% landsmanna mikið traust til Landhelgisgæslunnar. Þetta er þrettánda árið í röð sem Landhelgisgæslan mælist með mest traust íslenskra stofnana eða allt frá því að Landhelgisgæslan var tekin fyrst inn í mælingar Gallup. 

Landhelgisgæslan er afar þakklát fyrir þetta mikla traust. Markmið Landhelgisgæslunnar eru nú sem ávallt að tryggja sem best öryggi sjófarenda, fólksins í landinu og verndun auðlinda með sem bestum og hagkvæmustum hætti með samheldnum og öflugum starfsmannahópi. 

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar eru til taks þegar á reynir og hver og einn sinnir störfum sínum af natni, umhyggju og fagmennsku.