TF-GNA kemur til landsins í kvöld

Þriðja leiguþyrlan af gerðinni Airbus Super Puma EC225 bætist í flugflota LHG

  • TF-GNA-3

4.5.2021 Kl: 14:23

Nýjasta þyrlan í flugflota Landhelgisgæslunnar, sem hefur fengið einkennisstafina TF-GNA, lagði af stað frá Stafangri í Noregi í gær áleiðis til Íslands. Fyrsti viðkomustaður í ferjufluginu voru Hjaltlandseyjar en þaðan var flogið til Færeyja. 

TF-GNA tók á loft frá Þórshöfn í Færeyjum áleiðis til Íslands nú á öðrum tímanum og mun eiga stutta viðkomu á Egilsstöðum áður en hún lendir á Reykjavíkurflugvelli um kvöldmatarleytið. 

TF-GNA er þriðja leiguþyrla Landhelgisgæslunnar af gerðinni Airbus Super Puma EC225 en hinar tvær, TF-GRO og TF-EIR, hafa reynst afar vel frá því þær bættust í flotann fyrir tveimur árum. Meðfylgjandi myndir voru teknar við brottför þyrlunnar frá Noregi í gær.

TF-GNA-1TF-GNA í Stafangri fyrir brottför. 

TF-GNA-2