TF-GNA komin til landsins

Landhelgisgæslan hefur brátt þrjár þyrlur til taks á nýjan leik.

  • _S4I1654-2

4.5.2021 Kl: 21:00

TF-GNA, nýjasta björgunarþyrla þjóðarinnar, lenti á Reykjavíkurflugvelli á sjöunda tímanum í kvöld. Ferjuflugið frá Noregi hófst í Stafangri í Noregi í gær en millilent var á Hjaltlandseyjum, Færeyjum og Egilsstöðum áður en Gná komst loks í heimahöfn í Reykjavík. 

Vélin er þriðja leiguþyrlan af gerðinni Airbus Super Puma EC225 en hinar sem fyrir eru, TF-EIR og TF-GRO, hafa reynst afar vel. 

Landhelgisgæslan er þar með komin með þrjár tiltækar björgunarþyrlur á nýjan leik. Óhætt er að fullyrða að flugfloti Landhelgisgæslunnar hafi aldrei verið fullkomnari en nú.

Árni Sæberg, ljósmyndari, var á Reykjavíkurflugvelli og tók þessar skemmtilegu myndir.

_S4I1640Jón Erlendsson, yfirflugvirki, og Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, á Reykjavíkurflugvelli.

_S4I1715Ólöf Birna Ólafsdóttir, flugrekstrarstjóri, Höskuldur Ólafsson, tæknistjóri og Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar ræða við Björn Brekkan flugstjóra.

_S4I1557Georg Kr. Lárusson tekur mynd af Gná við komuna til landsins. 

_S4I1686TF-GNA, þyrla Landhelgisgæslunnar. 

_S4I1654-2Höskuldur Ólafsson, Jón Erlendsson, Ólöf Birna Ólafsdóttir og Georg Kr. Lárusson.