TF-LIF í sjúkraflug að Vík í Mýrdal

  • Thorsmork_LIF

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst um áttaleytið í kvöld beiðni um þyrlu vegna erlendrar konu sem slasast hafði í bílveltu rétt austan við Vík í Mýrdal. 

TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar fór í loftið um 20 mínútum síðar og lenti á slysstað kl. 21:15. Var konan flutt yfir í þyrluna sem mun flytja hana á sjúkrahús í Reykjavík og er áætluð lending rétt fyrir klukkan ellefu í kvöld.