TF-LÍF staðsetur slysstað og aðstoðar á vettvangi

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst klukkan 18:07 beiðni frá lögreglu um aðstoð þyrlu vegna ferðamanns sem fallið hafði í á við Sveinsgil. Hafði samferðamanni hans tekist að láta vita.

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF var þegar kölluð út og flaug á vettvang. Þá var ekki nákvæmlega vitað hvar ferðamennirnir væru staddir en þyrlan fann mjög fljótlega þann sem náð hafði að tilkynna um slysið og þar með var staðsetning slysstaðs kunn.

Þyrlan er enn á vettvangi og mun aðstoða björgunarsveitir og aðra viðbragðsaðila, meðal annars með því að ferja mannskap og búnað. Þá verður þyrlan notuð til leitar. Einnig hafa kafarar frá Landhelgisgæslunni verið sendir á vettvang. Nokkuð erfitt fjarskiptasamband er á staðnum og töluverð snjóþyngsli.