TF-SIF fór í ískönnunarleiðangur

Meginbrún hafíssins liggur um 23 sjómílur frá Kögri en ísdreifar sáust 2,5 sjómílur frá Horni.

  • Screen-shot-2018-06-08-at-16.17.26

8. júní 2018. 16:40

TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, hélt í ískönnunarleiðangur ásamt sérfræðingum frá Háskóla Íslands og Veðurstofunni í morgun. Þar kom í ljós að meginbrún hafíssins liggur nú um 23 sjómílur frá Kögri en ísdreifar sáust 2,5 sjómílur frá Horni. Landhelgisgæslan leggur áherslu á að sjófarendur séu meðvitaðir um legu íssins.

Meðfylgjandi myndband var tekið við Horn:

Hafís við Horn


Screen-shot-2018-06-08-at-16.18.00