TF-SYN í sjúkraflug á utanvert Snæfellsnes

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst um klukkan tvö í dag beiðni um þyrlu vegna veiks einstaklings á utanverðu Snæfellsnesi.

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SYN fór í loftið stuttu seinna og sótti sjúklinginn. Lenti þyrlan með sjúklinginn við Landspítala Háskólasjúkrahús um hálffjögur.