Þór í fyrsta sinn í Vopnafjarðarhöfn

Varðskipið var á æfingu í höfninni.

  • Capture_1587742984637

24.4.2020 Kl :15:42

Það vakti töluverða athygli þegar varðskipið Þór sigldi inn í Vopnafjarðarhöfn í vikunni. Áhöfnin var á æfingu og fór tvær ferðir inn höfnina en lagðist ekki að bryggju. Þetta var í fyrsta sinn sem varðskipið Þór sést í höfninni á Vopnafirði. 

Skólakrakkar í bænum óskuðu eftir því að skipsflautan yrði þeytt og að sjálfsögðu varð áhöfnin á Þór við því. Landhelgisgæslunni bárust svo þessar einstaklega skemmtilegu loftmyndir af varðskipinu í höfninni í blíðunni.

Þór í Vopnafjarðarhöfn