Þór lagðist að Miðbakka eftir fimm vikna ferð
Varðskipið Þór kom til Reykjavíkur í morgun.
27.4.2020 Kl: 15:42
Varðskipið Þór lagðist að bryggju við Miðbakka í Reykjavík í morgun eftir fimm vikna löggæslu- og eftirlitsferð umhverfis landið. Séraðgerða- og sprengjueyðingardeild Landhelgisgæslunnar tók á móti skipinu við komuna ásamt framkvæmdastjóra aðgerðasviðs eins og hefð hefur verið fyrir í um árabil. Séraðgerða- og sprengjueyðingarsveit sameinast nú áhöfn skipsins vegna verkefnis sem er á næsta leyti.
Varðskipið Þór kemur til Reykjavíkur.Skipið affermt.Áhöfnin stillti sér upp að ferð lokinni. Halldór B. Nellet var skipherra í ferðinni.Séraðgerðasveit að störfum. Áhöfnin var ánægð að koma í land.Nína gætti bryggjunnar.