Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar aðstoðar við slökkvistörf

Slökkviskjóla notuð til verksins.

  • DSC05992

3.5.2021 Kl: 13:14

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu vegna gróðurelda í nágrenni Búrfells í gærkvöld.

Þegar gróðureldar eru annars vegar hefur gjarnan reynst vel að nota sérstaka slökkviskjólu til verksins, sér í lagi ef erfitt er að komast að með hefðbundnum slökkvitækjum.

Þyrlusveitin gerði slökkviskjóluna tilbúna í flugskýli Landhelgisgæslunnar og tók á loft frá Reykjavíkurflugvelli laust eftir klukkan níu. Slökkviskjólan var fyllt af vatni við Hvaleyrarvatn og Kleifarvatn. TF-EIR, þyrla Landhelgisgæslunnar, flaug yfir eldinn og dreifði vatni yfir. Alls voru farnar sex ferðir með skjóluna með góðum árangri. Meðfylgjandi myndband sýnir hvernig skjólan er fyllt af vatni og seinna myndbandið sem tekið var um borð í þyrlunni sýnir hvernig vatninu er dreift yfir eldinn.

Myndbandið við Hvaleyrarvatn tók Halldór Kristjánsson en hann gaf Landhelgisgæslunni góðfúslegt leyfi til að birta það.

Slökkvistörf með slökkviskjólu

Skjóla

TF-EIR Hvaleyrarvatn

DSC06023Fyllt á slökkviskjóluna við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði. 

DSC06030Haldið af stað með vatnið.

DSC05993TF-EIR við Hvaleyrarvatn.