Þyrlusveitin annaðist sjúkraflug frá Vestmannaeyjum

Þyrlusveitin kölluð út vegna lélegs skyggnis.

  • Utkall-VEstmannaeyjar-TF-GRO

10.5.2023 Kl: 9:57

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út í nótt til að sinna sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum. Ekki reyndist unnt að senda sjúkraflugvél til Eyja vegna slæms skyggnis.
Þyrlusveitin flaug norður fyrir Elliðaey, austur fyrir sunnanverða Heimaey og þaðan til vesturs inn á Klaufina milli Stórhöfða og Litlahöfða þar sem þyrlan lenti á veginum.
Þar beið sjúkrabíll og var sjúkingurinn fluttur um borð í þyrluna og í kjölfarið komið undir læknishendur í Reykjavík.
Myndir: Arnór Arnórsson
UTkall-VEstmannaeyjar_1683712689731Þyrlan á veginum. Sjúklingurinn var fluttur úr sjúkrabíl og þaðan yfir í þyrluna.
TF-GRO-tekur-a-loft-fra-VestmannaeyjumÞyrlan lendir á veginum.