Þyrlusveitin annaðist sjúkraflug
Skipverji sóttur vegna bráðra veikinda.
10.6.2024 Kl: 21:00
Laust fyrir klukkan þrjú í dag var þyrlusveit Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna bráðra veikinda um borð í íslensku fiskiskipi sem statt var um 65 sjómílur vestnorðvestur af Bjargtöngum.
Gott veður var á staðnum og áður en TF-EIR, þyrla Landhelgisgæslunnar, kom að skipinu var farið yfir hvernig staðið yrði að hífingunni. Þegar þyrlan kom á svæðið var stafalogn og spegilsléttur sjór.
Aðgerðin gekk afar vel og flogið var með manninn til Reykjavíkur