Varðskipið Týr er annað þeirra
Aðeins tvö skip skráð hérlendis voru á sjó á Íslandsmiðum klukkan sjö í morgun, að því er fram kemur í gögnum stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar. Nánast engin dæmi eru um svo litla umferð íslenskra skipa utan stórhátíða.
Annað þessara skipa er dráttarskip á heimleið frá Færeyjum, hitt varðskipið er varðskipið Týr. Skýringarnar liggja annars vegar í verkfalli sjómanna og hins vegar slæmu veðri en stormur var í morgun á ellefu af sautján spásvæðum Veðurstofunnar.
28 skip sem sigla undir erlendum fána voru á sama tíma á hafinu í kringum Ísland, bæði flutningaskip á leið um lögsöguna en líka fiskiskip sem eru þar að veiðum, þar á meðal þrjú færeysk línuskip.