Tvö útköll vegna slasaðs göngufólks

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnr sinnti tveimur þyrluútköllum í dag.

  • 118187667_3649635205057953_3173606142508153711_o

26.8.2020 Kl: 20:30

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sinnti tveimur útköllum í dag vegna slasaðs göngufólks. Klukkan tvö í lagði áhöfnin á TF-EIR af stað frá Reykjavík áleiðis að Snæfelli, norðan Vatnajökuls, þar sem maður á göngu hafði slasast á fæti ofarlega í fjallinu. TF-EIR lenti á Snæfelli á fjórða tímanum og kom manninum undir læknishendur á Akureyri. 

Þegar áhöfnin var á heimleið barst annað útkall. Í þetta sinn vegna slasaðrar göngukonu á Fimmvörðuhálsi sem var sömuleiðis meidd á fæti. Áhöfnin brást skjótt við og flutti hina slösuðu á slysadeild Landspítala í Fossvogi. Þar lenti þyrlan á áttunda tímanum í kvöld.