Viðhald á Hrollaugseyjum

Á meðan framkvæmdirnar standa yfir dvelja starfsmenn Vegagerðarinnar um borð í varðskipinu Þór.

4.7.2018 Kl: 16:00

Starfsmenn vitadeildar Vegagerðarinnar vinna nú að viðhaldi á vitanum á Hrollaugseyjum ásamt áhöfninni á varðskipinu Þór. Vinnuflokkur frá Vegagerðinni var fluttur út í eyjuna fyrr í vikunni ásamt verkfærum, málningu og öðrum búnaði sem notaður er til verksins. Að auki verður skipt um rafgeyma í vitanum en hann er knúinn sólarorku eins og flestir vitar landsins. Mikil vinna er lögð í að koma búnaði til eyjarinnar en engar vélar eða önnur hjálpartæki eru til staðar til að auðvelda verkið. Því er unnið með handaflinu einu saman en áætlað er að vinna við vitann taki um fjóra til fimm daga. Á meðan framkvæmdirnar standa yfir dvelja starfsmenn Vegagerðarinnar um borð í varðskipinu Þór.

Viti-insta

36575322_10156380462044361_2275176066546925568_nVitinn á Hrollaugseyjum.

36572036_10156380461969361_5987302161447387136_nLéttabátur gerður tilbúinn af áhöfninni á varðskipinu Þór.

36564946_10156380463604361_5700232607581601792_nMikil vinna er lögð í að koma búnaði til eyjarinnar.

36599603_10156380461719361_2622225289672916992_nStarfsmenn Vegagerðarinnar dvelja um borð í varðskipinu Þór á meðan framkvæmdirnar standa yfir.

36532825_10156380463199361_1708910166444867584_nMálning og verkfæri eru meðal þess sem þarf að koma frá varðskipinu til eyjarinnar. Myndir: Bergvin Gíslason.